Hlutverk SFR

Að bæta kjör félagsmanna og verja réttindi þeirra.

Gildi

Traust: Við störfum af fagmennsku og eigum opin og gegnsæ samskipti.
Kraftur: Við erum framsækin og vinnum stöðugt að betri árangri.
Réttlæti: Við erum sanngjörn, réttsýn og vinnum að jafnrétti. 

Skrifstofa SFR er á Grettisgötu 89 og er opin virka daga frá kl. 9:00-16:00.

SFR er stéttarfélag í almannaþjónustu og er félagssvæði þess allt landið. Félagið skiptist í tvo hluta, opinberan hluta og almennan hluta.

Til opinbera hlutans teljast: einstaklingar í þjónustu ríkisins sem ekki eiga aðild að öðru stéttarfélagi, stéttarfélög starfsmanna, og teljast þá allir meðlimir viðkomandi stéttarfélags félagsmenn SFR, enda eigi félagið aðild að SFR, einstaklingar í vinnu hjá sjálfseignarstofnunum sem starfa í almannaþágu samkvæmt lögum.

Til almenna hlutans teljast einstaklingar sem vinna hjá fyrirtækjum sem starfa í almannaþágu og voru áður ríkis- eða sjálfseignarstofnanir.

SFR var stofnað 17. nóvember 1939. Stofnfélagar voru 142, en félagsmenn eru nú um 7.000. Félagsmenn koma úr mörgum starfsgreinum, með afar fjölbreytta menntun og ólíkan bakgrunn, og eru konur í miklum meirihluta eða um 70% félagsmanna. Frá upphafi hefur helsta verkefni SFR verið að berjast fyrir bættum kjörum og atvinnuöryggi félagsmanna. Á sama tíma hefur baráttan fyrir margs konar réttindamálum einkum farið fram á vettvangi heildarsamtakanna, BSRB.

Samkvæmt lögum SFR verða þeir sem taka laun eftir kjarasamningi þess sjálfkrafa félagsmenn og greiða gjald til þess. Ef viðkomandi vill ekki vera í félaginu getur hann sagt sig úr því, en þarf eftir sem áður að greiða gjald til þess samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)