Réttindi atvinnuleitenda innan SFR stéttarfélags

Félagsaðild

Fólk í atvinnuleit sem kýs að skrá stéttarfélagsaðild hjá SFR þarf að hafa verið félagar áður. Ekki má hafa liðið meira en þrjú ár frá síðustu greiðslu viðkomandi einstaklings á félagsgjöldum til félagsins, til að hann hafi rétt á að gerast félagsmaður. Ef lengra er um liðið getur viðkomandi ekki orðið félagsmaður meðan hann er í atvinnuleit. Félagið hvetur atvinnuleitendur og þá sem missa vinnu til þess að huga að réttindum sínum og skrá sig í viðeigandi stéttarfélag þegar þeir sækja um atvinnuleysisbætur.

Upplýsingar og ráðgjöf

  • Aðgangur að náms- og starfsráðgjöf hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt. Félagsmenn geta pantað viðtal við náms- og starfsráðgjafa hjá Starfsmennt þeim að kostnaðarlausu, sjá nánar hér. Þér er velkomið að hringja í Starfsmennt í síma 550-0060 ef þú vilt bóka tíma hjá ráðgjafa.
  • SFR blaðið og önnur útsend gögn s.s. tímavinnubók og félagsskírteini sem veitir afslætti á umsömdum stöðum.

Námskeið og námsstyrkir

  • Réttur til að sækja um styrki úr Starfsmenntunarsjóði SFR, sjá nánar hér.
  • Réttur til að sækja Gott að vita námskeið sem félagið býður upp þér að kostnaðarlausu.
  • Þú getur sótt námskeið á vegum Fræðslusetursins Starfsmenntar, námskeiðin eru félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Orlofsmál

  • Atvinnuleitendur eiga jafnan rétt og aðrir félagsmenn á að leigja orlofshús og íbúðir félagsins.
  • Einnig getur þeir sótt um aðra orlofskosti sem eru í boði á hverjum tíma s.s. flugávísanir, tilboð á hótelmiðum og miða í Hvalfjarðargöngin.

Styrktarsjóður

  • Atvinnuleitendur hafa rétt á að sækja um styrki í Styrktar- og sjúkrasjóð SFR, sem styrkir ýmislegt á sviði heilsueflingar, endurhæfingar, sjálfshjálpar og forvarna gegn sjúkdómumsjá nánar hér.
  • Einnig geta atvinnuleitendur sótt um sjúkradagpeninga ef þeir veikjast.

Stjórn félagsins vill styðja þennan hóp innan félagsins á þann hátt sem best nýtist. Við bendum þér á að hafa samband við skrifstofu félagsins ef þú hefur einhverjar spurningar eða ábendingar um það hvernig félagið getur stutt við hóp atvinnuleitenda innan félagsins.

Skrifstofa SFR er til húsa á Grettisgötu 89, 4. hæð, sími 525-8340, netfang: sfr@sfr.is. Skrifstofan er opin alla virka daga milli klukkan 9 og 16. Við leggjum metnað okkar í að taka vel á móti félagsmönnum okkar og bjóðum þig velkomin á skrifstofuna.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)