Jafnréttisáætlun

SFR lætur sig jafnréttismál varða og hefur til að mynda mælt launamun kynja í launakönnun síðan 2007.  
Hjá félaginu starfar sérstök jafnréttisnefnd, en hún var fyrst kosin á trúnaðarmannaráðsfundi SFR haustið 2010.

Henni er ætlað að fylgja stefnu SFR í jafnréttismálum eftir með því að vera vakandi yfir jafnréttisumræðunni í samfélaginu. Hlutverk nefndarinnar að taka þátt í og hvetja til umræðu um jafnréttismál innan félags sem utan, rýna í launakönnun SFR og fylgjast með launamun kynjanna, svo eitthvað sé nefnt. 
Einnig er henni ætlað að vakta þá daga sem snúa sérstaklega að jafnréttismálum og þátttöku SFR í uppákomum tengdum jafnréttismálum. 

Jafnréttisnefnd er kosin á fundi Félagsráðs SFR annað hvert ár, sjá hér.

Með nefndinn starfar Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, netfangið hennar er solveig@sfr.is ef þú vilt koma ábendingum um jafnréttismál á framfæri við félagið.

Ný jafnréttisáætlun SFR var samþykkt af stjórn félagsins og var hún kynnt á aðalfundi þess 25. mars 2015.

Jafnréttisáætlun SFR (gildir frá 2015-2018).

Þá hélt félagið ráðstefnuröð um jafna stöðu kynjanna í tilefni af 70 ára afmæli félagsins, og var ráðstefnuröðin haldin árið 2010.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)