Aðalfundur SFR

Hefst: 11:30
Staðsetning: Hilton Nordica Reykjavík, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík
Lengd: 120 mínútur

Aðalfundur SFR stéttarfélags í almannþjónustu verður haldinn 26. janúar 2019 kl. 11.30 að hótel Hilton Reykjavík Nordica. Í allsherjaratkvæðagreiðslu þann 9. nóvember 2018 var samþykkt að sameina SFR stéttarfélag í almannaþjónustu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar.

Stjórn SFR boðar hér með til aðalfundar í samræmi við ákvörðun félagsmanna. Aðalfundur verður haldinn þann 26. janúar 2019, kl. 11:30, að hótel Hilton Reykjavík Nordica Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.

Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt 13. gr. laga félagsins auk þess sem stjórn félagsins mun leggja fram tillögu um lagabreytingar vegna sameiningarinnar. Tillagan mun liggja fyrir á skrifstofu félagsins 10 dögum fyrir aðalfundinn. Drög að reikningum félagsins og ársskýrsla liggja ekki fyrir. Stjórn félagsins gerir því ráð fyrir að fresta þurfi afgreiðslu tiltekinna mála til framhaldsaðalfundar sem haldinn verður í mars 2019 og auglýstur verður sérstaklega.

Stjórn SFR

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)